Óð út í beljandi Krossá og bjargaði ferðamönnum 9. ágúst 2010 00:01 Ásmundur fór tvisvar út í strauminn til að bjarga ferðamönnunum. Myndir/Særós Sigþórsdóttir Tvítugur björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, drýgði hetjudáð í gær þegar hann óð út í Krossá í Þórsmörk til þess að bjarga tveimur frönskum ferðamönnum sem höfðu fest í lítilli bifreið í ánni. Ásmundur festi sig í reipi sem hann batt við bíl á árbakkanum og óð út í ána. Síðan tók hann á karlinum í bílstjórasæti bifreiðarinnar og bar út í ána. Ferðamenn sem voru á árbakkanum drógu mennina svo í land en Ásmundur fór á kaf og var nærri því að drukkna. Í losti og hríðskjálfandi stakk hann sér svo aftur út í ána og náði í konuna sem enn var í bifreiðinni. Þegar þau höfðu verið dregin að árbakkanum tókst honum að kasta konunni upp á bakkann en féll sjálfur út í ána þar sem hann lá í nokkrar sekúndur áður en hann var dreginn upp og hneig svo hálf meðvitundarlaus niður á árbakkann. „Þetta var fáránleg upplifun," sagði Ásmundur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég er enn þá bara að átta mig á hlutunum." Spurður um hvernig þetta bar að sagði Ásmundur: „Ég og kærastan mín vorum að labba í átt að Húsadal þegar við hittum ferðamenn sem voru öskrandi og á hlaupum í átt að Krossá. Við vorum ekki alveg með á nótunum þannig að við eltum bara fólkið að ánni. Þá sáum við lítinn Suzuki-bíl fljótandi í ánni og hann flaut þarna einhver hundruð metra áður en hann festist. Ég stóð síðan þarna á árbakkanum merktur Landsbjörg og fannst ég ekki geta annað en hjálpað. Ég batt þá reipi utan um mig og festi við bíl sem var þarna og óð út í ána," segir Ásmundur. Ásmundur hafði nokkurn veginn jafnað sig um tíuleytið í gærkvöldi og kvað Frakkana vera í losti en himinlifandi með björgunina.- mþl Ásmundur Þór Kristmundsson fór tvisvar út í hina straumhörðu Krossá til að bjarga frönskum ferðamönnum úr háska.Barist við strauminn.Áin var sérlega vatnsmikil eftir mikla rigningu síðustu daga.Um tíma hélt Ásmundur að hann væri að drukkna.Myndir/Særós Sigþórsdóttir.Suzuki-bíll ferðamannanna flaut nokkur hundruð metra áður en hann festist.Þegar ferðamönnunum hafði verið bjargað var beðið eftir kranabíl sem dró bílinn úr ánni. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tvítugur björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, drýgði hetjudáð í gær þegar hann óð út í Krossá í Þórsmörk til þess að bjarga tveimur frönskum ferðamönnum sem höfðu fest í lítilli bifreið í ánni. Ásmundur festi sig í reipi sem hann batt við bíl á árbakkanum og óð út í ána. Síðan tók hann á karlinum í bílstjórasæti bifreiðarinnar og bar út í ána. Ferðamenn sem voru á árbakkanum drógu mennina svo í land en Ásmundur fór á kaf og var nærri því að drukkna. Í losti og hríðskjálfandi stakk hann sér svo aftur út í ána og náði í konuna sem enn var í bifreiðinni. Þegar þau höfðu verið dregin að árbakkanum tókst honum að kasta konunni upp á bakkann en féll sjálfur út í ána þar sem hann lá í nokkrar sekúndur áður en hann var dreginn upp og hneig svo hálf meðvitundarlaus niður á árbakkann. „Þetta var fáránleg upplifun," sagði Ásmundur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég er enn þá bara að átta mig á hlutunum." Spurður um hvernig þetta bar að sagði Ásmundur: „Ég og kærastan mín vorum að labba í átt að Húsadal þegar við hittum ferðamenn sem voru öskrandi og á hlaupum í átt að Krossá. Við vorum ekki alveg með á nótunum þannig að við eltum bara fólkið að ánni. Þá sáum við lítinn Suzuki-bíl fljótandi í ánni og hann flaut þarna einhver hundruð metra áður en hann festist. Ég stóð síðan þarna á árbakkanum merktur Landsbjörg og fannst ég ekki geta annað en hjálpað. Ég batt þá reipi utan um mig og festi við bíl sem var þarna og óð út í ána," segir Ásmundur. Ásmundur hafði nokkurn veginn jafnað sig um tíuleytið í gærkvöldi og kvað Frakkana vera í losti en himinlifandi með björgunina.- mþl Ásmundur Þór Kristmundsson fór tvisvar út í hina straumhörðu Krossá til að bjarga frönskum ferðamönnum úr háska.Barist við strauminn.Áin var sérlega vatnsmikil eftir mikla rigningu síðustu daga.Um tíma hélt Ásmundur að hann væri að drukkna.Myndir/Særós Sigþórsdóttir.Suzuki-bíll ferðamannanna flaut nokkur hundruð metra áður en hann festist.Þegar ferðamönnunum hafði verið bjargað var beðið eftir kranabíl sem dró bílinn úr ánni.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent