Handbolti

Norðmenn, Danir og Svíar í góðum málum í undankeppni EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Havard Tvedten.
Havard Tvedten. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Noregur, Svíþjóð og Danmörk eru öll með fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM í handbolta sem fram fer í Serbíu árið 2012. Íslenska karlalandsliðið tapaði eins og kunnugt er fyrir Austurríki í gær en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru búnar að vinna sína leiki.

Norðmenn unnu 32-25 sigur í Grikklandi í dag þar sem að Harvard Tvedten skoraði 11 mörk og Bjarte Myrhol var með 6 mörk. Norðmenn höfðu unnið 35-30 sigur á Hollandi í síðustu viku og eru með fullt hús á toppnum eins og Tékkar.

Danir unnu 36-25 sigur í Sviss í dag. Mikkel Hansen, Anders Eggert, Lasse Svan Hansen og Lasse Boesen skoruðu allir fimm mörk fyrir Dani. Danir unnu 41-33 sigur á Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og er með fullt hús á toppi riðilsins eins og Rússar.

Svíar unnu 32-28 útisigur á Ísrael í dag eftir að hafa verið 15-13 yfir í hálfleik. Fredrik Petersen skoraði átta mörk fyrir Svía og þeir Dalibor Doder og Oscar Carlén voru með sex mörk. Svíar unnu 30-27 sigur á Svartfjallalandi í síðustu vikur og eru með fullt hús í riðlinum eins og Slóvakar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×