Sport

McIlroy yfirgefur PGA mótaröðina

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Rory McIlroy.
Rory McIlroy. Nordic Photos/Getty Images

Ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi hefur ákveðið að leika ekki á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi á næsta ári sem fullgildur meðlimur. Svo gæti farið að þrír af tíu efstu kylfingum heimslistans verði ekki á PGA mótaröðinni á næsta ári.

McIlroy sagði við breska fjölmiðla í gær að hann hafu uppgötvað það á meðan FedEx-úrslitakeppnin stóð yfir í haust að áhugi hans á mótaröðinni hafi minnkað. McIlroy er í níunda sæti heimslistans en hann endaði í einu af þremur efstu sætunum á tveimur stórmótum á árinu - Opna breska meistaramótinu og PGA meistaramótinu.

Englendingurinn Lee Westwood sem nýverið náði efsta sæti heismlistans hefur ekki verið fullgildur meðlimur á PGA mótaröðinn undanfarin ár. Þjóðverjinn Martin Kaymer, sem er í þriðja sæti heimslistans ætlar ekki að þiggja boð um að vera fullgildur meðlimur á PGA mótaröðinni þrátt fyrir að hann hafi sigrað á PGA-meistaramótinu í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×