PS3 leikjatölvan hökkuð 25. janúar 2010 20:05 Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu. Hotz segir að það hafi tekið hann fimm vikur að hakka tölvuna en það gerir fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af tölvuleikjunum á PS3. Hingað til hefur tölvan verið sú eina sem tölvuþrjótum hefur ekki tekist að hakka og það þrátt fyrir að hún hafi verið á markaði í þrjú ár. Hotz segir í samtali við BBC að hann muni skýra frá aðferðinni í smáatriðum á Netinu innan skamms. Talsmenn Sony segjast vera að kanna hvað hæft sé í fullyrðingum mannsins en að öðru leyti vilja menn þar á bæ ekki tjá sig nánar. Auk þess að gera fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af PS3 leikjum segir Hotz að nú geti menn einnig spilað PlayStation 2 leiki á tölvunni, en Sony ákvað að koma í veg fyrir þann möguleika þegar PS3 kom út, mörgum til lítillar gleði. Leikjavísir Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu. Hotz segir að það hafi tekið hann fimm vikur að hakka tölvuna en það gerir fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af tölvuleikjunum á PS3. Hingað til hefur tölvan verið sú eina sem tölvuþrjótum hefur ekki tekist að hakka og það þrátt fyrir að hún hafi verið á markaði í þrjú ár. Hotz segir í samtali við BBC að hann muni skýra frá aðferðinni í smáatriðum á Netinu innan skamms. Talsmenn Sony segjast vera að kanna hvað hæft sé í fullyrðingum mannsins en að öðru leyti vilja menn þar á bæ ekki tjá sig nánar. Auk þess að gera fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af PS3 leikjum segir Hotz að nú geti menn einnig spilað PlayStation 2 leiki á tölvunni, en Sony ákvað að koma í veg fyrir þann möguleika þegar PS3 kom út, mörgum til lítillar gleði.
Leikjavísir Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira