Stefnir til Hollywood að kynna sér þotuliðsþjálfara 16. júní 2010 07:00 Logi Geirsson. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." atlifannar@frettabladid.is hjalti@frettabladid.is Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." atlifannar@frettabladid.is hjalti@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira