Wikileaks: Bandaríkin börðust gegn lokun Varnarmálastofnunar 7. desember 2010 06:00 Össur Skarphéðinsson. Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur. WikiLeaks Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur.
WikiLeaks Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira