Wikileaks: Bandaríkin börðust gegn lokun Varnarmálastofnunar 7. desember 2010 06:00 Össur Skarphéðinsson. Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur. WikiLeaks Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur.
WikiLeaks Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira