Handbolti

Framkonur komnar áfram í sextán liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Kvennalið Fram er komið í sextán liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sjö marka sigur, 31-24, í seinni leiknum á móti úkraínska liðinu Podatkova í dag. Fram vann fimmtán marka sigur í fyrri leiknum í gær og náði mest tíu marka forskoti í leiknum í dag. Sætið í sextán liða úrslitunum var því aldrei í hættu.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir átti mjög góðan leik og skoraði átta mörk en Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 7 mörk.

Podatkova-liðið skoraði reyndar þrjú fyrstu mörkin í dag og Framliðið var "bara" með tveggja marka forskot í hálfleik, 13-11, en Framliðið steig á bensíngjöfina í upphafi seinni hálfleiks og skoraði 9 af fyrstu 10 mörkum hálfleiksins. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði og í lokin skildu sjö mörk liðin af.

Framkonur hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína í Evrópukeppninni á þessu tímabili en liðið vann báða leikina á móti svissneska liðinu Brühl Handball í síðustu umferð.

Fram-Podatkova 31-24 (13-11)



Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 8, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6, Stella Sigurðardóttir 3, Pavla Nevarilova 3, Vilborg Karólína Torfadóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, María Karlsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×