Enginn getur átt það Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. júní 2010 06:00 Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri. Nú er tekist á um eignarhald á vatni. Ríkisstjórnin hyggst afnema Vatnalög frá 2006 sem ella taka nú bráðlega gildi - og kveða á um einkavæðingu á vatnsréttindum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að stefnt skuli að því að vatn verði skilgreint í stjórnarskrá sem almannaeign. Og aldrei það kemur til baka…Árið 2006 voru flokkar auðmanna og kvótaeigenda í ríkisstjórn: Sjálfstæðisflokkur og fylgiflokkur þeirra Framsóknarflokkur. Eins og okkur er vonandi í fersku minni ríkti annar andi í landinu þá en núna. Þá var Markaðurinn tignaður sem óskeikull Guð. Einkaeign og einkarekstur væri hið eina hugsanlega fyrirkomulag allra hluta. Því færri og ríkari sem eigendur gæða væru, því meiri misskipting gæða, því meiri ójöfnuður - því betra. Þetta var árið 2006 og aldrei það kemur til baka.Þetta var veldistími Viðskiptaráðs sem vildi að við hættum að miða okkur við Norðurlönd sem stæðu okkur svo mjög að baki. Þetta var tíminn þegar átti að búa til „frjálsasta land í heimi". Þetta var tími Hannesar Smárasonar, Pálma, Jóns Ásgeirs, Björgólfsfeðga, Wernersbræða, Bakkabræðra - tími táls og vafninga, veðsetninga og verðbréfa… Þetta var tíminn þegar dúxar í viðskiptaverkfræði voru á mettíma að setja á hausinn banka sem í almannaeign höfðu lifað af tvær heimsstyrjaldir, hvarf síldarinnar og heimskreppu. Þetta var tími allra ósýnilegu endurskoðendanna með aflands- og afleiðuviðskiptin, tími glópagullsins.Þetta voru árin þegar þjóðin var stungin svefnþorni. Þetta voru árin þegar kapítalisminn tók ofan sína mannlegu ásjónu og sýndi sitt rétta andlit. Og aldrei þau koma til baka.Og nú býðst okkur að afnema lög frá þessum árum. Það er mikil gæfa og prófsteinn á þessa ríkisstjórn hvort hún hefur þrótt til þess, og getur kveðið upp úr um að ekki standi til að afhenda Kínverjum öll vatnsréttindi hér - eða einhverjum hannesismárasyni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur snúist gegn þessari leiðréttingu af forherðingu sértrúarhreyfingar. Tveir menn hafa einkum haft sig í frammi í umræðunni: báðir voru í eldlínu viðskiptanna árið 2006, Bjarni Benediktsson og Tryggvi Þór Herbertsson. Bjarni Benediktsson talar um þjóðnýtingu sem er skrýtið tal, því ekki stendur annað til en að afnema lög sem enn hafa ekki tekið gildi og enn hefur því eignarrétturinn ekki verið festur í sessi heldur gilda þá væntanlega áfram lögin frá 1923. Tryggvi Þór Herbertsson lét hins vegar hafa þetta eftir sér í DV:„Það er grundvallarmunur á hægri mönnum og vinstri mönnum í því hvernig eigi að fara með eignarrétt. Við hægri menn trúum að eignarréttur sé einn af stólpum vestræns samfélags á meðan sumir vinstri menn segja að sameign sé mun betri. Við sáum af reynslunni í Sovétríkjunum og Austur-Þýskaland að sameign gengur ekki upp."Hér talar maður sem hefur ekkert lært. Maður sem sér annaðhvort fyrir sér glórulausa einkavæðingu alls með tilheyrandi braski - sem raunar var hafið með stórfelldum kaupum auðmanna á jörðum þar sem vatnsréttindi leyndust - eða fangabúðavíti Sovétríkjanna; ekkert þar á milli í þessum sértrúarhuga. Er þó til dæmis Noregur nokkuð nærtækt dæmi og meðferð Norðmanna á sinni sameiginlegu auðlind sem er olían.Sporin hræða. Frekar en að vísa til Sovétríkjanna mætti segja: Einkaeign á vatni leiðir til Íslands 2006. Það streymir…Vatn er undirstaða lífsins á jörðinni. Það verður aldrei nógsamlega blessað og gildi þess verður aldrei ofmetið þótt mannkynið hafi umgengist það af sorglegu gáleysi. Verðmæti þess eykst í sífellu og við viljum ekki eiga nýtingu þess hér á landi undir dómgreind hannesasmárasona framtíðarinnar.Vatnið streymir.Enginn getur átt það, frekar en sjálft lífsaflið. Eins mætti hafa einkaeign á sólinni. Eða Guði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri. Nú er tekist á um eignarhald á vatni. Ríkisstjórnin hyggst afnema Vatnalög frá 2006 sem ella taka nú bráðlega gildi - og kveða á um einkavæðingu á vatnsréttindum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að stefnt skuli að því að vatn verði skilgreint í stjórnarskrá sem almannaeign. Og aldrei það kemur til baka…Árið 2006 voru flokkar auðmanna og kvótaeigenda í ríkisstjórn: Sjálfstæðisflokkur og fylgiflokkur þeirra Framsóknarflokkur. Eins og okkur er vonandi í fersku minni ríkti annar andi í landinu þá en núna. Þá var Markaðurinn tignaður sem óskeikull Guð. Einkaeign og einkarekstur væri hið eina hugsanlega fyrirkomulag allra hluta. Því færri og ríkari sem eigendur gæða væru, því meiri misskipting gæða, því meiri ójöfnuður - því betra. Þetta var árið 2006 og aldrei það kemur til baka.Þetta var veldistími Viðskiptaráðs sem vildi að við hættum að miða okkur við Norðurlönd sem stæðu okkur svo mjög að baki. Þetta var tíminn þegar átti að búa til „frjálsasta land í heimi". Þetta var tími Hannesar Smárasonar, Pálma, Jóns Ásgeirs, Björgólfsfeðga, Wernersbræða, Bakkabræðra - tími táls og vafninga, veðsetninga og verðbréfa… Þetta var tíminn þegar dúxar í viðskiptaverkfræði voru á mettíma að setja á hausinn banka sem í almannaeign höfðu lifað af tvær heimsstyrjaldir, hvarf síldarinnar og heimskreppu. Þetta var tími allra ósýnilegu endurskoðendanna með aflands- og afleiðuviðskiptin, tími glópagullsins.Þetta voru árin þegar þjóðin var stungin svefnþorni. Þetta voru árin þegar kapítalisminn tók ofan sína mannlegu ásjónu og sýndi sitt rétta andlit. Og aldrei þau koma til baka.Og nú býðst okkur að afnema lög frá þessum árum. Það er mikil gæfa og prófsteinn á þessa ríkisstjórn hvort hún hefur þrótt til þess, og getur kveðið upp úr um að ekki standi til að afhenda Kínverjum öll vatnsréttindi hér - eða einhverjum hannesismárasyni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur snúist gegn þessari leiðréttingu af forherðingu sértrúarhreyfingar. Tveir menn hafa einkum haft sig í frammi í umræðunni: báðir voru í eldlínu viðskiptanna árið 2006, Bjarni Benediktsson og Tryggvi Þór Herbertsson. Bjarni Benediktsson talar um þjóðnýtingu sem er skrýtið tal, því ekki stendur annað til en að afnema lög sem enn hafa ekki tekið gildi og enn hefur því eignarrétturinn ekki verið festur í sessi heldur gilda þá væntanlega áfram lögin frá 1923. Tryggvi Þór Herbertsson lét hins vegar hafa þetta eftir sér í DV:„Það er grundvallarmunur á hægri mönnum og vinstri mönnum í því hvernig eigi að fara með eignarrétt. Við hægri menn trúum að eignarréttur sé einn af stólpum vestræns samfélags á meðan sumir vinstri menn segja að sameign sé mun betri. Við sáum af reynslunni í Sovétríkjunum og Austur-Þýskaland að sameign gengur ekki upp."Hér talar maður sem hefur ekkert lært. Maður sem sér annaðhvort fyrir sér glórulausa einkavæðingu alls með tilheyrandi braski - sem raunar var hafið með stórfelldum kaupum auðmanna á jörðum þar sem vatnsréttindi leyndust - eða fangabúðavíti Sovétríkjanna; ekkert þar á milli í þessum sértrúarhuga. Er þó til dæmis Noregur nokkuð nærtækt dæmi og meðferð Norðmanna á sinni sameiginlegu auðlind sem er olían.Sporin hræða. Frekar en að vísa til Sovétríkjanna mætti segja: Einkaeign á vatni leiðir til Íslands 2006. Það streymir…Vatn er undirstaða lífsins á jörðinni. Það verður aldrei nógsamlega blessað og gildi þess verður aldrei ofmetið þótt mannkynið hafi umgengist það af sorglegu gáleysi. Verðmæti þess eykst í sífellu og við viljum ekki eiga nýtingu þess hér á landi undir dómgreind hannesasmárasona framtíðarinnar.Vatnið streymir.Enginn getur átt það, frekar en sjálft lífsaflið. Eins mætti hafa einkaeign á sólinni. Eða Guði.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun