Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra 30. apríl 2010 06:00 „Valdi fylgir ábyrgð og því er í 14. gr. stjórnarskrárinnar mælt svo fyrir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Pjetur Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. peturg@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. peturg@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira