Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra 30. apríl 2010 06:00 „Valdi fylgir ábyrgð og því er í 14. gr. stjórnarskrárinnar mælt svo fyrir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Pjetur Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. peturg@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. peturg@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira