Jafntefli hjá ensku liðunum en stórsigrar hjá þeim spænsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2010 20:38 Wayne Rooney náði sér ekki á strik í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira