Ingi: Ekki hægt að vinna titilinn á einum manni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2010 13:15 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Mynd/Daníel Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir mikla tilhlökkun ríkja hjá sínum leikmönnum fyrir leik liðsins gegn Keflavík í kvöld. Liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í Keflavík í kvöld en staðan í einvígi liðanna er 2-2. Snæfell átti möguleika á að vinna titilinn á heimavelli sínum á mánudaginn en þá vann Keflavík góðan sigur. „Hólmarar voru kannski búnir að taka við titlinum á mánudaginn. Við fórum aðeins fram úr okkur og spennustigið í hópnum var ekki gott. En það verður allt lagt í sölurnar í kvöld," sagði Ingi við Vísi. „Ég held að það lið sem takist betur að stjórna spennustiginu og koma sínum leik fram sem fyrst muni vinna leikinn," sagði Ingi og hefur hann því verið að huga að því hjá sínum leikmönnum. „Það er mjög mikilvægt að leikmenn einbeiti sér að ákveðnum hlut sem liðið ætlar sér að gera og festist í þeirri hugsun. En tilhlökkunin er mikil og þetta verður feykilega gaman. Það er gaman að fá að taka þátt í svona oddaleik annað árið í röð." Ingi var aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í fyrra og þá varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Grindavík í oddaleik. „Nú þurfum við að ná fram þeirri liðsheild sem kom okkur í þessa stöðu. Við vorum ekki sáttir við hvernig við spiluðum síðast og ekki sáttir við heildarframlag liðsins. Það voru of margir að spila undir pari." „Þór svo að Hlynur [Bæringsson] sé búinn að spila óaðfinnanlega þá er það ómögulegt að ætla sér að vinna titilinn á einum manni. Það er bara ekki hægt. Við erum því meðvitaðir um að það er liðið allt sem þarf að skila sínu." Ingi á von á því að fá góðan stuðning í Keflavík í kvöld. „Okkar stuðningsmenn hafa verið frábærir í allan vetur og enn frekar í úrslitakeppninni. Þeir hafa fylgt okkur í frá fyrsta útileiknum okkar í Grindavík og eiga hrós skilið." Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir mikla tilhlökkun ríkja hjá sínum leikmönnum fyrir leik liðsins gegn Keflavík í kvöld. Liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í Keflavík í kvöld en staðan í einvígi liðanna er 2-2. Snæfell átti möguleika á að vinna titilinn á heimavelli sínum á mánudaginn en þá vann Keflavík góðan sigur. „Hólmarar voru kannski búnir að taka við titlinum á mánudaginn. Við fórum aðeins fram úr okkur og spennustigið í hópnum var ekki gott. En það verður allt lagt í sölurnar í kvöld," sagði Ingi við Vísi. „Ég held að það lið sem takist betur að stjórna spennustiginu og koma sínum leik fram sem fyrst muni vinna leikinn," sagði Ingi og hefur hann því verið að huga að því hjá sínum leikmönnum. „Það er mjög mikilvægt að leikmenn einbeiti sér að ákveðnum hlut sem liðið ætlar sér að gera og festist í þeirri hugsun. En tilhlökkunin er mikil og þetta verður feykilega gaman. Það er gaman að fá að taka þátt í svona oddaleik annað árið í röð." Ingi var aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í fyrra og þá varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Grindavík í oddaleik. „Nú þurfum við að ná fram þeirri liðsheild sem kom okkur í þessa stöðu. Við vorum ekki sáttir við hvernig við spiluðum síðast og ekki sáttir við heildarframlag liðsins. Það voru of margir að spila undir pari." „Þór svo að Hlynur [Bæringsson] sé búinn að spila óaðfinnanlega þá er það ómögulegt að ætla sér að vinna titilinn á einum manni. Það er bara ekki hægt. Við erum því meðvitaðir um að það er liðið allt sem þarf að skila sínu." Ingi á von á því að fá góðan stuðning í Keflavík í kvöld. „Okkar stuðningsmenn hafa verið frábærir í allan vetur og enn frekar í úrslitakeppninni. Þeir hafa fylgt okkur í frá fyrsta útileiknum okkar í Grindavík og eiga hrós skilið."
Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira