Handbolti

Valsmenn bara búnir að vinna 1 af 10 í úrslitum frá hruninu 2002

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn í varnarvegg.
Valsmenn í varnarvegg.
Valsmenn eru aðeins búnir að vinna einn af síðustu tíu leikjum sínum í úrslitaeinvígi karla en þeir spila fyrsta leikinn í lokaúrslitunum N1 deildar karla í kvöld þegar þeir sækja Hauka heim á Ásvelli.

Valsmenn hafa tapað 9 af síðustu 10 leikjum sínum síðan að þeir voru komnir 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002. KA-menn unnu næstu þrjá leiki og þar með 3-2 í einvíginu.

Valsliðið tapaði síðan 0-3 fyrir Haukum í úrslitaeinvíginu árið 2004 og svo 1-3 fyrir Haukum í úrslitaeinvíginu í fyrra. Eini sigurleikur Valsmanna í úrslitaeinvígi síðan 2002 kom einmitt í öðrum leiknum á móti Haukum í lokaúrslitinu í fyrra.

Síðustu 10 leikir Valsmenna í lokaúrslitum um titilinn

5. maí 2009 Hlíðarendi Valur-Haukar 33-26

2. maí 2009 Ásvellir Haukar-Valur 28-25

29. apríl 2009 Hlíðarendi Valur-Haukar 32-29 (eini sigurinn)

27. apríl 2009 Ásvellir Haukar-Valur 29-24

13. maí 2004 Ásvellir Haukar-Valur 33-31

11. maí 2004 Hlíðarendi Valur-Haukar 23-29

9. maí 2004 Ásvellir Haukar-Valur 33-28

10. maí 2002 Hlíðarendi Valur-KA 21-24

8. maí 2002 KA-hús KA-Valur 17-16

6. maí 2002 Hlíðarendi Valur-KA 20-25






Fleiri fréttir

Sjá meira


×