Daníel Ágúst, Krummi og Birgir Ísleifur í Rod Stewart-klúbbi 28. apríl 2010 12:30 Daníel Ágúst og Birgir Ísleifur hafa stofnað fyrsta íslenska Rod Stewart-aðdáendaklúbbinn. Á myndina vantar Krumma Björgvinsson, sem var heima með pest. Fréttablaðið/Valli „Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira