Daníel Ágúst, Krummi og Birgir Ísleifur í Rod Stewart-klúbbi 28. apríl 2010 12:30 Daníel Ágúst og Birgir Ísleifur hafa stofnað fyrsta íslenska Rod Stewart-aðdáendaklúbbinn. Á myndina vantar Krumma Björgvinsson, sem var heima með pest. Fréttablaðið/Valli „Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp