Innanlandsflug hófst samkvæmt áætlun i morgun nema hvað ekki hefur enn verið flogið til Egilsstaða og Vestmannaeyja vegna þoku á þeim stöðum, en ekki vegna eldfjallaösku í lofti.
Þá hefur millilandaflug um Keflavíkurflugvöll gengið með eðlilegum hætti í morgun. Kraftur virðist óbreyttur í gosinu í Eyjafjallajökli og engar vísbendingar um goslok.