Umfjöllun: Keflavík eyðilagði teitið hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2010 20:47 Það var hart barist í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum