Körfubolti

26 stig frá Loga var ekki nóg fyrir Solna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Anton
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings náðu ekki að vinna topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í gær þrátt fyrir að íslenski bakvörðurinn hafi átt mjög góðan leik. Solna tapaði þá 71-79 á heimavelli á móti LF Basket.

Solna byrjaði leikinn mjög vel og var 20-16 yfir eftir fyrsta leikhluta og með sjö stiga forskot í hálfleik, 43-36. Fjórði leikhlutinn tapaðist hinsvegar 12-26 og LF Basket náði þar að tryggja sér mikilvægan sigur.

Logi skoraði 23 stig og setti persónulegt met í sænsku deildinni með því að taka 9 fráköst. Hann hitti úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum og hefur því leikið fjóra leiki í röð þar sem hann hefur hitt úr fjórum eða fleirum þriggja stiga skotum ásamt því að vera með 50 prósent eða betri þriggja stiga skotnýtingu

Solna Vikings er nú í sjötta sæti deildarinnar með 6 sigra og 8 töp en LF Basket er á toppnum með 11 sigra og 3 töp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×