Fótbolti

Meistaradeildin: Barcelona og Bordeaux áfram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi fagnar í kvöld.
Messi fagnar í kvöld.

Evrópumeistarar Barcelona og franska félagið Bordeaux tryggðu sér í kvöld síðustu tvo farseðlana í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Liðin sem eru komin áfram eru því Barcelona, Bordeaux, Man. Utd, Arsenal, Inter, Lyon, FC Bayern og CSKA Moskva.

Barcelona rúllaði yfir Stuttgart en meiri spenna var í leik Bordeaux og og Olympiakos.

Þar var æsispennandi lokakafli en hinn magnaði Chamakh kláraði leikinn fyrir Frakkana undir lokin.

Barcelona-Stuttgart 4-0

1-0 Lionel Messi (13.) -
skeiðaði með boltann upp frá miðju, lét vaða fyrir utan teig og skaut efst upp í markhornið.

2-0 Pedro (22.) - glæsilegt samspil sem endaði með því að Pedro skoraði af stuttu færi. Messi arkitektinn af markinu.

3-0 Lionel Messi (60.) - snýr af sér varnarmenn fyrir utan teig og lætur vaða. Boltinn syngur í netinu niðri. Lehmann hefði hugsanlega mátt gera betur.

4-0 Bojan Krkic (89.) - fær sendingu inn fyrir frá Zlatan og afgreiðir færið vel.

Fyrri leikur liðanna fór 1-1.

Bordeaux-Olympiakos 2-1

1-0 Yoann Gourcoff (5.) -
skot beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt mark.

1-1 Konstantinos Mitroglou (65.)

2-1 Marouane Chamakh (88.)

Rautt spjald: Matt Derbyshire, Olympiakos (60.)

Rautt spjald: Alou Diarra, Bordeaux (68.)

Fyrri leikur liðanna fór 0-1 fyrir Bordeaux.




































Fleiri fréttir

Sjá meira


×