KR skoraði 143 stig fyrir vestan - Grindavík vann Stjörnuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2010 21:04 Pavel Ermolinskij fór á kostum í kvöld. Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73. Allir leikmenn sem voru á skýrslu hjá KR komust á blað í kvöld en alls vann KR 45 stiga sigur, 143-98. Stigahæstur var Marcus Walker með 28 stig en Pavel Ermolinskij var með magnaða þrefalda tvennu - 25 stig, átján fráköst og tólf stoðsendingar. KR setti niður sautján þrista í leiknum og var með 65 prósenta hittni í 2ja stiga skotum. Liðið skoraði aldrei minna en 31 stig í leikhluta og mest 41 stig í þriðja leikhluta. Nebojsa Knezevic var með 20 stig fyrir KFÍ og Craig Schoen sautján stig. Grindavík vann Stjörnuna, 100-92, og munaði mestu um góðan annan leikhluta þar sem að Grindavík skoraði 27 stig gegn fimmtán frá Stjörnunni. Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík og Ómar Örn Sævarsson og Guðlaugur Eyjólfsson sautján hvor. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse stigahæstur með 29 stig og Jovan Zdravevski var með 23 stig. Fjölnismenn höfðu yfirburði gegn Njarðvík eftir jafnan fyrsta leikhluta og rúlluðu yfir heimamenn í öðrum og þriðja leikhluta. Staðan í hálfleik var 54-40. Ægir Þór Steinarsson skoraði 24 stig fyrir Fjölni og Tómas Heiðar Tómasson átján. Hjá Njarðvík var Christopher Smith stigahæstur með 20 stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Friðrik Stefánsson og Guðmundur Jónsson skoruðu þrettán stig hvor. Snæfell og Grindavík eru á toppi deildarinnar með 12 sig en KR er í þriðja sætinu með tíu stig. Stjörnumenn eru með átta stig og Fjölnir sex. Ófarir Njarðvíkur halda áfram en liðið er með fjögur stig, rétt eins og nýliðar KFÍ. Njarðvík-Fjölnir 73-97 (21-22, 19-32, 12-26, 21-17) Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 20/14 fráköst/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 13, Friðrik E. Stefánsson 13, Páll Kristinsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 3, Egill Jónasson 3, Lárus Jónsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2. Stig Fjölnis: Ægir Þór Steinarsson 24/8 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10, Sindri Kárason 9, Jón Sverrisson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Ben Stywall 7/11 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 5, Einar Þórmundsson 3, Trausti Eiríksson 2, Sigurður Þórarinsson 2, Leifur Arason 1.KFÍ-KR 98-143 (26-37, 30-31, 18-41, 24-34) Stig KFÍ: Nebojsa Knezevic 20/5 stoðsendingar, Craig Schoen 17, Ari Gylfason 10, Hugh Barnett 10/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 10, Darco Milosevic 10, Pance Ilievski 9, Carl Josey 8/6 fráköst, Guðni Páll Guðnason 4. Stig KR: Marcus Walker 28, Pavel Ermolinskij 25/18 fráköst/12 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19, Ágúst Angantýsson 15, Hreggviður Magnússon 13, Fannar Ólafsson 13/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 12, Jón Orri Kristjánsson 8/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 5, Ólafur Már Ægisson 3/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Grindavík-Stjarnan 100-92 (24-26, 27-15, 22-23, 27-28) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 20, Ómar Örn Sævarsson 17/9 fráköst, Guðlaugur Eyjólfsson 17/5 fráköst, Ryan Pettinella 13/11 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13/6 stoðsendingar, Jeremy Kelly 12/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Ólafur Ólafsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 29/6 fráköst, Jovan Zdravevski 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/5 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 9, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Guðjón Lárusson 5/9 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/8 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 4. Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73. Allir leikmenn sem voru á skýrslu hjá KR komust á blað í kvöld en alls vann KR 45 stiga sigur, 143-98. Stigahæstur var Marcus Walker með 28 stig en Pavel Ermolinskij var með magnaða þrefalda tvennu - 25 stig, átján fráköst og tólf stoðsendingar. KR setti niður sautján þrista í leiknum og var með 65 prósenta hittni í 2ja stiga skotum. Liðið skoraði aldrei minna en 31 stig í leikhluta og mest 41 stig í þriðja leikhluta. Nebojsa Knezevic var með 20 stig fyrir KFÍ og Craig Schoen sautján stig. Grindavík vann Stjörnuna, 100-92, og munaði mestu um góðan annan leikhluta þar sem að Grindavík skoraði 27 stig gegn fimmtán frá Stjörnunni. Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík og Ómar Örn Sævarsson og Guðlaugur Eyjólfsson sautján hvor. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse stigahæstur með 29 stig og Jovan Zdravevski var með 23 stig. Fjölnismenn höfðu yfirburði gegn Njarðvík eftir jafnan fyrsta leikhluta og rúlluðu yfir heimamenn í öðrum og þriðja leikhluta. Staðan í hálfleik var 54-40. Ægir Þór Steinarsson skoraði 24 stig fyrir Fjölni og Tómas Heiðar Tómasson átján. Hjá Njarðvík var Christopher Smith stigahæstur með 20 stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Friðrik Stefánsson og Guðmundur Jónsson skoruðu þrettán stig hvor. Snæfell og Grindavík eru á toppi deildarinnar með 12 sig en KR er í þriðja sætinu með tíu stig. Stjörnumenn eru með átta stig og Fjölnir sex. Ófarir Njarðvíkur halda áfram en liðið er með fjögur stig, rétt eins og nýliðar KFÍ. Njarðvík-Fjölnir 73-97 (21-22, 19-32, 12-26, 21-17) Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 20/14 fráköst/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 13, Friðrik E. Stefánsson 13, Páll Kristinsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 3, Egill Jónasson 3, Lárus Jónsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2. Stig Fjölnis: Ægir Þór Steinarsson 24/8 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10, Sindri Kárason 9, Jón Sverrisson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Ben Stywall 7/11 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 5, Einar Þórmundsson 3, Trausti Eiríksson 2, Sigurður Þórarinsson 2, Leifur Arason 1.KFÍ-KR 98-143 (26-37, 30-31, 18-41, 24-34) Stig KFÍ: Nebojsa Knezevic 20/5 stoðsendingar, Craig Schoen 17, Ari Gylfason 10, Hugh Barnett 10/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 10, Darco Milosevic 10, Pance Ilievski 9, Carl Josey 8/6 fráköst, Guðni Páll Guðnason 4. Stig KR: Marcus Walker 28, Pavel Ermolinskij 25/18 fráköst/12 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19, Ágúst Angantýsson 15, Hreggviður Magnússon 13, Fannar Ólafsson 13/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 12, Jón Orri Kristjánsson 8/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 5, Ólafur Már Ægisson 3/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Grindavík-Stjarnan 100-92 (24-26, 27-15, 22-23, 27-28) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 20, Ómar Örn Sævarsson 17/9 fráköst, Guðlaugur Eyjólfsson 17/5 fráköst, Ryan Pettinella 13/11 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13/6 stoðsendingar, Jeremy Kelly 12/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Ólafur Ólafsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 29/6 fráköst, Jovan Zdravevski 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/5 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 9, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Guðjón Lárusson 5/9 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/8 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira