Frank, Frímann og Friðrik saman á Laundromat 22. janúar 2010 06:00 Tveir góðir Frímann og Frank fyrir framan Laundromat-kaffihúsið í Kaupmannahöfn sem Friðrik Weisshappel rekur. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
„Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”