Körfubolti

Þrír af átta bestu skyttunum í sænsku deildinni eru íslenskir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/E.Stefán
Það er athyglisvert að skoða listann yfir bestu þriggja stiga skytturnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en þrír íslenskir leikmenn eru nú meðal þeirra átta efstu. Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarsonar hafa allir nýtt þriggja stiga skotin sín betur en 42 prósent það sem af er tímabilinu.

Hlynur Bæringsson hjá Sundsvall Dragons hefur verið sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna að undanförnu og er nú kominn alla leið upp í 2. sætið á listanum yfir bestu þriggja stiga skyttur deildarinnar. Hlynur hefur hitt úr 17 af 35 skotum sínum sem gerir 48,6 prósent þriggja stiga nýtingu.

Logi Gunnarsson hjá Solna Vikings er í 5. sæti með 43,3 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Logi hefur nýtt 55 af 127 þriggja stiga skotum sínum en enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri þrista.

Jakob Örn Sigurðarson hjá Sundsvall Dragons er síðan í áttunda sætinu með 42 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Jakob hefur hitt úr 42 af 100 þriggja stiga skotum sínum á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×