Að setja hlutina í samhengi Margrét Kristmannsdóttir skrifar 16. janúar 2010 06:00 Þegar jarðskjálftarnir í Haítí lögðu höfuðborg landsins að mestu leyti í rúst nú í vikunni vorum við Íslendingar minntir á hvað raunverulegar hamfarir eru. Á augabragði var þjóðin rifin upp úr eigin dægurþrasi um Icesave og fréttir af gífurlegu mannfalli og eyðileggingu á Haítí varð fyrsta frétt á öllum fréttamiðlum og ýtti þar með Icesave aftar í umræðuna. Haítí er eitt fátækasta ríki heims og lifa um 80% af um 9 milljónum íbúum landsins undir fátæktarmörkum. Þótt erfitt sé enn að meta það tjón og mannfall sem orðið hefur í jarðskjálftunum er talið að skjálftarnir hafi snert um þriðjung af íbúum Haítí - 3 milljónir manns - og er talið að tala látinna verði aldrei undir 50.000 manns en aðrir telja að 500.000 manns sé nær lagi. Eftir að hafa horft upp á áhrif slíkra náttúruhamfara er okkur Íslendingum hollt að setja hlutina í samhengi. Fyrir hrunið haustið 2008 vorum við Íslendingar einatt í efstu sætum á listum þar sem velmegun ríkja heims er metin. Við bankahrunið höfum við færst eitthvað niður þá lista en þrátt fyrir það megum við aldrei gleyma hver staða okkar er og hversu lánsöm við erum að búa hér á landi. Þrátt fyrir núverandi erfiðleika myndu sennilega langflestir íbúar jarðar vilja skipta við okkur og sínum aðstæðum ef þeim eingöngu biðist það - þrátt fyrir hrunið - þrátt fyrir gjaldþrot Seðlabankans og þrátt fyrir Icesave. Jafnvel þó að við verðum að skera niður í rekstri hins opinbera á komandi misserum búum við áfram við eitt besta heilbrigðis- og menntakerfi í heimi. Við búum í góðum húsum þar sem flestir kæli- og eldhússkápar landsmanna eru fullir af mat. Félagslega kerfið tekur við þeim sem ýmissa hluta vegna geta ekki tekið þátt í samfélaginu af fullum krafti. Hér er lýðræði, náttúruauðlindir, friðsæld og áfram væri hægt að telja kosti landsins - en niðurstaðan er að við Íslendingar erum forréttindaþjóð í samanburði við langflest ríki heims. Við gleymum því einfaldlega oft - erum orðin svo góðu vön og tökum lífsgæðum okkar sem sjálfsögum hlut. Við Íslendingar glímum við tímabundna erfiðleika en höfum alla burði til að vinna okkur út úr þeim. Hér hafa ekki orðið náttúruhamfarir eins og margir hafa viljað telja okkur trú um - á það vorum við illilega minnt nú í vikunni. Lítum í kringum okkur, setjum hlutina í samhengi og áttum okkur á því hversu gott við í rauninni höfum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun
Þegar jarðskjálftarnir í Haítí lögðu höfuðborg landsins að mestu leyti í rúst nú í vikunni vorum við Íslendingar minntir á hvað raunverulegar hamfarir eru. Á augabragði var þjóðin rifin upp úr eigin dægurþrasi um Icesave og fréttir af gífurlegu mannfalli og eyðileggingu á Haítí varð fyrsta frétt á öllum fréttamiðlum og ýtti þar með Icesave aftar í umræðuna. Haítí er eitt fátækasta ríki heims og lifa um 80% af um 9 milljónum íbúum landsins undir fátæktarmörkum. Þótt erfitt sé enn að meta það tjón og mannfall sem orðið hefur í jarðskjálftunum er talið að skjálftarnir hafi snert um þriðjung af íbúum Haítí - 3 milljónir manns - og er talið að tala látinna verði aldrei undir 50.000 manns en aðrir telja að 500.000 manns sé nær lagi. Eftir að hafa horft upp á áhrif slíkra náttúruhamfara er okkur Íslendingum hollt að setja hlutina í samhengi. Fyrir hrunið haustið 2008 vorum við Íslendingar einatt í efstu sætum á listum þar sem velmegun ríkja heims er metin. Við bankahrunið höfum við færst eitthvað niður þá lista en þrátt fyrir það megum við aldrei gleyma hver staða okkar er og hversu lánsöm við erum að búa hér á landi. Þrátt fyrir núverandi erfiðleika myndu sennilega langflestir íbúar jarðar vilja skipta við okkur og sínum aðstæðum ef þeim eingöngu biðist það - þrátt fyrir hrunið - þrátt fyrir gjaldþrot Seðlabankans og þrátt fyrir Icesave. Jafnvel þó að við verðum að skera niður í rekstri hins opinbera á komandi misserum búum við áfram við eitt besta heilbrigðis- og menntakerfi í heimi. Við búum í góðum húsum þar sem flestir kæli- og eldhússkápar landsmanna eru fullir af mat. Félagslega kerfið tekur við þeim sem ýmissa hluta vegna geta ekki tekið þátt í samfélaginu af fullum krafti. Hér er lýðræði, náttúruauðlindir, friðsæld og áfram væri hægt að telja kosti landsins - en niðurstaðan er að við Íslendingar erum forréttindaþjóð í samanburði við langflest ríki heims. Við gleymum því einfaldlega oft - erum orðin svo góðu vön og tökum lífsgæðum okkar sem sjálfsögum hlut. Við Íslendingar glímum við tímabundna erfiðleika en höfum alla burði til að vinna okkur út úr þeim. Hér hafa ekki orðið náttúruhamfarir eins og margir hafa viljað telja okkur trú um - á það vorum við illilega minnt nú í vikunni. Lítum í kringum okkur, setjum hlutina í samhengi og áttum okkur á því hversu gott við í rauninni höfum það.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun