Nokkrar leiðir að Kötlugosi 15. apríl 2010 02:00 Nábýli Eyjafjallajökuls og Kötlu hefur orðið tilefni vangaveltna um áhrif gossins í Eyjafjallajökli á Kötlu. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir nokkra möguleika á því hvaða áhrif gosið í Eyjafjallajökli hefur á Kötlu. Einn möguleikinn sé að gosrásin undir Eyjafjallajökli þrýsti á Kötlu, þjappi henni saman og þrýstingurinn valdi því að hún fari að gjósa. Annar möguleiki sé að ný gosrás skjótist úr rásinni undir Eyjafjallajökli, með svipuðum hætti og gerðist þegar fór að gjósa á Fimmvörðuhálsi. Gosrásin nýja gæti þá hitt fyrir gosrásina undir Kötlu og valdið gosi í henni. Gosrásin gæti einnig hitt fyrir súran gúl sem er að finna undir Goðabungu, en í súrum gúl er massi af súrri kviku. Ef það gerðist þá gæti bæði orðið friðsælt gos eða sprengigos. Slík gos eru þekkt víða og má þar nefna gosið í Öskju 1875, en það varð þannig að basísk gosrás hitti fyrir súran gúl sem grafinn var þar sem nú er Öskjuvatn. Víti í Kröflu varð sömuleiðis til við þannig gos. Sá möguleiki er vitanlega einnig fyrir hendi að ekki gjósi í Kötlu. Páll segir erfitt að spá fyrir um tímasetningar í þessu nýja gosi. Afar vel sé fylgst með jarðhræringunum og hafi verið gert síðan síðasta vor er innskotavirkni hófst. Hlé varð svo á henni síðasta sumar en hræringarnar hófust að nýju um áramótin. - sbt Eldgos og jarðhræringar Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Nábýli Eyjafjallajökuls og Kötlu hefur orðið tilefni vangaveltna um áhrif gossins í Eyjafjallajökli á Kötlu. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir nokkra möguleika á því hvaða áhrif gosið í Eyjafjallajökli hefur á Kötlu. Einn möguleikinn sé að gosrásin undir Eyjafjallajökli þrýsti á Kötlu, þjappi henni saman og þrýstingurinn valdi því að hún fari að gjósa. Annar möguleiki sé að ný gosrás skjótist úr rásinni undir Eyjafjallajökli, með svipuðum hætti og gerðist þegar fór að gjósa á Fimmvörðuhálsi. Gosrásin nýja gæti þá hitt fyrir gosrásina undir Kötlu og valdið gosi í henni. Gosrásin gæti einnig hitt fyrir súran gúl sem er að finna undir Goðabungu, en í súrum gúl er massi af súrri kviku. Ef það gerðist þá gæti bæði orðið friðsælt gos eða sprengigos. Slík gos eru þekkt víða og má þar nefna gosið í Öskju 1875, en það varð þannig að basísk gosrás hitti fyrir súran gúl sem grafinn var þar sem nú er Öskjuvatn. Víti í Kröflu varð sömuleiðis til við þannig gos. Sá möguleiki er vitanlega einnig fyrir hendi að ekki gjósi í Kötlu. Páll segir erfitt að spá fyrir um tímasetningar í þessu nýja gosi. Afar vel sé fylgst með jarðhræringunum og hafi verið gert síðan síðasta vor er innskotavirkni hófst. Hlé varð svo á henni síðasta sumar en hræringarnar hófust að nýju um áramótin. - sbt
Eldgos og jarðhræringar Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira