Lífið

Líkamsfarða léttklæddar stúlkur

Útskriftarnemendur Airbrush & Makeup School halda tískusýningu á skemmtistaðnum Spot í kvöld. Fréttablaðið/Anton
Útskriftarnemendur Airbrush & Makeup School halda tískusýningu á skemmtistaðnum Spot í kvöld. Fréttablaðið/Anton

„Þetta verður rosalega mikið fyrir augað," segir Sólveig Birna Gísladóttir, kennari í Airbrush & Makeup School, en skólinn efnir til heljarinnar tískusýningar á skemmtistaðnum Spot í kvöld.

Nemendur skólans ætla að sýna hæfni sína í líkamsförðun eða „bodypainting", en um eitt af prófverkefnum útskriftarnemanna skólans er að ræða. Sólveig segir mikinn undirbúning liggja að baki.

„Svona líkamsförðun er margra tíma vinna. Okkur fannst svo mikil synd að láta stelpurnar fara beint heim í sturtu eftir sýninguna að við gerðum hana aðeins stærri og fórum í samstarf við fataverslunina KISS," segir Sólveig, en stúlkur frá KISS ætla að sýna það allra flottasta í tískunni.

Eins og gefur að skilja eru stúlkurnar fáklæddar.

„Flestar eru naktar að ofan, en um leið og það er búið að farða þær er eins og þær séu í þröngum toppum eða bolum," segir Sólveig og bætir við að þetta sé ekkert vandræðalegt.

Sýningin fer fram á Spot í Kópavogi í kvöld og hefst hún stundvíslega kl. 22.00, en húsið verður opnað kl. 20.30.- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×