Körfubolti

Jón Arnór og félagar búnir að vinna fjóra af síðustu fimm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í spænska körfuboltanum eftir 72-68 útisigur á Suzuki Manresa í gær. CB Granada hefur þar með unnið tvo leiki í röð og fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

Jón Arnór var næststigahæstur í liði Granada með 12 stig á tæpum 24 mínútum en hann hitti úr öllum fimm vítum sínum og 3 af 9 skotum utan af velli. Jón Arnór hefur verið öflugur í síðustu leikjum en hann er með 11,8 stig að meðaltali í síðustu fjórum leikjum Granada.

Granada er nú aðeins einum sigurleik á eftir liðunum Gran Canaria og Asefa Estudiantes sem eru í 7. og 8. sæti eða tveimur síðustu sætunum inn í úrslitakeppnina. Næsti leikur Granada er á móti Real Madrid á heimavelli en Madridar-liðið er í 2. sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×