Beðið um vantrauststillögu 5. október 2010 06:30 Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefnum þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda. Jóhanna viðurkenndi þannig að ríkisstjórnin og Alþingi nytu lítils trausts og mættu harðri gagnrýni. Hún viðurkenndi að málalok varðandi ákærur fyrir landsdómi hefðu verið mistök, sem þyrfti að læra af. Forsætisráðherra bauð upp á samstarf allra flokka, meðal annars um lögin um landsdóm og ráðherraábyrgð, til að reyna að græða sárin. Hætt er við að mörgum þyki það boð koma heldur seint. Fólkið, sem mótmælti á Austurvelli á meðan forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína, vildi væntanlega fyrst og fremst heyra hvernig gengi að efla atvinnustarfsemi í landinu og hvort frekari aðgerðir í þágu skuldugra heimila og fyrirtækja væru áformaðar. Forsætisráðherrann taldi upp margvísleg verkefni á sviði atvinnumálanna, en það vekur athygli hversu lítið afdráttarlaus hún var um að Ísland væri opið fyrir erlendum fjárfestingum, sem kynnu að geta örvað atvinnu og hagvöxt. Um líkur á því að reist yrði álver í Helguvík var til að mynda lítið sagt. Kannski hefur það dottið út í yfirlestri samstarfsflokksins. Jóhanna boðaði ekki frekari úrræði en þegar hafa verið ákveðin til að bjarga skuldugum fjölskyldum frá þroti eða húsnæðismissi, heldur vísaði á það sem þegar hefur verið fest í lög og boðaði aukna kynningu á þeim úrræðum. Það er raunsætt mat hjá forsætisráðherra að ekki verður hægt að bjarga öllum fjölskyldum frá því að missa íbúðir sínar á uppboði. Til þess er staða sumra of slæm. Því fólki vísar Jóhanna á félagslegar lausnir í húsnæðismálum og efldan leigumarkað með húsnæði. Varla leikur vafi á að endurskoða þarf hvaða kostir standa fólki, einkum lágtekjufjölskyldum, til boða á húsnæðismarkaði. Hins vegar hlýtur að þurfa að stokka spilin rækilega, en ekki stökkva aftur í gamla félagslega húsnæðiskerfið, sem var ónýtt. Líklega verður þetta eitt mikilvægasta verkefnið á næstunni. Jóhanna sagði að ekki stæði á henni að víkja, teldu menn að nýjar kosningar, nýtt þing og ný stjórn myndu auðvelda úrlausn þeirra vandamála, sem við blasa. Þarna virðist forsætisráðherra í raun hafa verið að biðja um vantrauststillögu á þingi. Þá er spurningin hvort stjórnarandstaðan telur sig geta náð saman við óánægða stjórnarþingmenn um að koma stjórninni frá og boða til kosninga - og hvort menn telja líklegt að hægt verði að ná saman um nýtt og árangursríkara stjórnarsamstarf eftir kosningar. Í þessu efni má segja að Jóhanna hafi komið boltanum yfir á stjórnarandstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefnum þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda. Jóhanna viðurkenndi þannig að ríkisstjórnin og Alþingi nytu lítils trausts og mættu harðri gagnrýni. Hún viðurkenndi að málalok varðandi ákærur fyrir landsdómi hefðu verið mistök, sem þyrfti að læra af. Forsætisráðherra bauð upp á samstarf allra flokka, meðal annars um lögin um landsdóm og ráðherraábyrgð, til að reyna að græða sárin. Hætt er við að mörgum þyki það boð koma heldur seint. Fólkið, sem mótmælti á Austurvelli á meðan forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína, vildi væntanlega fyrst og fremst heyra hvernig gengi að efla atvinnustarfsemi í landinu og hvort frekari aðgerðir í þágu skuldugra heimila og fyrirtækja væru áformaðar. Forsætisráðherrann taldi upp margvísleg verkefni á sviði atvinnumálanna, en það vekur athygli hversu lítið afdráttarlaus hún var um að Ísland væri opið fyrir erlendum fjárfestingum, sem kynnu að geta örvað atvinnu og hagvöxt. Um líkur á því að reist yrði álver í Helguvík var til að mynda lítið sagt. Kannski hefur það dottið út í yfirlestri samstarfsflokksins. Jóhanna boðaði ekki frekari úrræði en þegar hafa verið ákveðin til að bjarga skuldugum fjölskyldum frá þroti eða húsnæðismissi, heldur vísaði á það sem þegar hefur verið fest í lög og boðaði aukna kynningu á þeim úrræðum. Það er raunsætt mat hjá forsætisráðherra að ekki verður hægt að bjarga öllum fjölskyldum frá því að missa íbúðir sínar á uppboði. Til þess er staða sumra of slæm. Því fólki vísar Jóhanna á félagslegar lausnir í húsnæðismálum og efldan leigumarkað með húsnæði. Varla leikur vafi á að endurskoða þarf hvaða kostir standa fólki, einkum lágtekjufjölskyldum, til boða á húsnæðismarkaði. Hins vegar hlýtur að þurfa að stokka spilin rækilega, en ekki stökkva aftur í gamla félagslega húsnæðiskerfið, sem var ónýtt. Líklega verður þetta eitt mikilvægasta verkefnið á næstunni. Jóhanna sagði að ekki stæði á henni að víkja, teldu menn að nýjar kosningar, nýtt þing og ný stjórn myndu auðvelda úrlausn þeirra vandamála, sem við blasa. Þarna virðist forsætisráðherra í raun hafa verið að biðja um vantrauststillögu á þingi. Þá er spurningin hvort stjórnarandstaðan telur sig geta náð saman við óánægða stjórnarþingmenn um að koma stjórninni frá og boða til kosninga - og hvort menn telja líklegt að hægt verði að ná saman um nýtt og árangursríkara stjórnarsamstarf eftir kosningar. Í þessu efni má segja að Jóhanna hafi komið boltanum yfir á stjórnarandstöðuna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun