Tryggvi Þór: Lág laun þingmanna leiða til spillingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. september 2010 08:51 Tryggvi Þór tekur ekki ábyrgð á efnahagshruninu Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann." Landsdómur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann."
Landsdómur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira