Körfuknattleiksambandið fékk til sína nokkra þjóðþekkta aðila sem hafa áhuga á körfubolta til í að spá fyrir því hvernig úrslitakeppni Iceland Express deildar karla kemur til með að spilast en átta liða úrslitin halda áfram í kvöld.
Flestir spá því að KR og Keflavík muni mætast í lokaúrslitunum eða fimm af tólf og átta af tólf spá því að KR vinni Íslandsmeistaratitilinn.
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CB Granada á Spáni, er einn af spámönnum KKÍ og hann spáir því að KR vinni Keflavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Alls spá átta því að titilinn muni vinnast í fimmta leik í lokaúrslitunum.
Það má finna spá allra í frétt á KKÍ-síðunni eða með því að smella hér en þetta er spákeppni þar sem gefin verða stig fyrir rétt lið áfram. Spámennirnir fá einnig verða aukastig ef spáð er fyrir mig um réttan leikjafjölda í hverju einvígi.
Samantekt á spánni (12 atkvæði í boði)
Hverjir komast í undanúrslitin?
KR 12 atkvæði
Keflavík 12 atkvæði
Njarðvík 8 atkvæði
Grindavík 7 atkvæði
Snæfell 5 atkvæði
Stjarnan 4 atkvæði
Hverjir mætast í lokaúrslitunum?
KR-Keflavík 5 atkvæði
KR-Grindavík 3 atkvæði
KR-Njarðvík 2 atkvæði
Grindavík-Njarðvík 1 atkvæði
Keflavík-Njarðvík 1 atkvæði
Hverjir verða Íslandsmeistarar?
KR 8 atkvæði
Keflavík 2 atkvæði
Njarðvík 2 atkvæði