Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.
´
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á FH á Vodafone-vellinum í gær og var komin með eins marks forskot á Björk Gunnarsdóttur þar til að Björk skoraði sitt ellefta mark á tímabilinu í uppbótartíma. Björk var markahæst fyrir umferðina með 10 mörk e nú eru þær efstar og jafnar með 11 mörk eftir 11 umferðir.
Hallbera Guðný Gísladóttir er núna komin upp í þriðja sætið með 10 mörk eftir að hún skoraði fernu á móti FH í gær og er því búin að skora sex mörk í tveimur síðustu leikjum. Hallbera er þegar búin að bæta sitt persónulega met en hún hafði mest skorað 6 mörk á einu tímabili sumarið 2008.
Það gæti því farið svo að Valskonur fái gull- silfur og bronsskóinn í ár en þrír markahæstu leikmenn deildarinnar eru verðlaunaðir í mótslok. Það er reyndar stutt í Mateja Zver sem skoraði sitt níunda mark í 2-3 tapi Þór/KA á móti Blikum í gær.
Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn