Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum 22. mars 2010 06:00 Vilborg segir verst að hafa þurft að skilja skepnurnar eftir en hún sleppti tveimur merum lausum áður en hún fór. Fréttablaðið/daníel „Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira