Sex landsdómsmenn hyggjast taka sæti 1. október 2010 04:45 Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj Fréttir Landsdómur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj
Fréttir Landsdómur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira