Veröld sem var? 15. mars 2010 00:01 Í Viðskiptablaðinu eru konur jafn sjaldséðar og í vestmanneyskum veiðikofum. 4. mars birtist þó frétt í blaðinu af því að Ragna Sara Jónsdóttir hefði verið ráðin yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar undir fyrirsögninni: „Landsvirkjun mýkir upp". Í fréttinni er sagt að forveri hennar, Þorsteinn Hilmarsson, hafi verið látinn fara og blaðið hefur heimildir fyrir því að forstjóri Landsvirkjunar hafi viljað „mýkja upp" ímynd fyrirtækisins. Ekki veit ég hvað leið um huga ykkar þegar Þorsteini brá fyrir í fjölmiðlum en aldrei fannst mér nú samansúrraðri harðneskju beint stafa af honum. Fyrir ofan frétt Viðskiptablaðsins um ráðningu Rögnu Söru er sagt frá því að Þór Jónsson, fyrrum almannatengill í Kópavogi, sé orðinn blaðamaður á Pressunni. Og þar er mýktinni ekki fyrir að fara því fyrirsögnin er „Úr þægindum í atganginn". Samkvæmt fréttinni þykja almannatengilsstörf „þægileg og vinsæl" og nefnt sem dæmi að Sigríður Dögg Auðunsdóttir sinni slíkum störfum fyrir Mosfellsbæ. Ef kona er í brúnni hlýtur brúin að vera klædd plussi en kveiki karl á tölvu er hann umsvifalaust kominn í taumlausan hasar. Bæjarhátíðirnar hljóta auðvitað að rigga sér upp sjálfar. Þeir á Viðskiptablaðinu eru nú samt eitthvað að hugsa um jafnréttismál því í nýjasta tölublaðinu - og því fyrsta sem kemur út eftir 100 ára afmæli Alþjóðlegs baráttudags kvenna - skrifar Sigurður Már Jónsson ritstjóri grein sem hefst á því að hann bendir á hvað staða kvenna sé góð á Norðurlöndunum, þ.m.t. Íslandi. Síðan viðrar hann áhyggjur sínar af því að á meðan íslenskar konur fari í langskólanám „aukist bilið á milli þeirra og ómenntaðra kynsystra þeirra. Þær verði þá þolendur í samfélaginu á meðan betur menntaðar konur keppist við að snúa valdahlutföllunum sér í hag og séu óþreytandi við að minna karlmenn á að ekki sé nú allt fullkomið í heimi jafnréttis og kvennabaráttu." Sigurði er heldur ekki sama um lög um kynjakvóta í fyrirtækjum og segir þeim „ætlað að auðvelda sprenglærðum nútímakonum aðkomu að stjórnarherbergjum karlanna. Um leið má velta því fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan eins og hún birtist í þessum áherslum sé að gera heimilum landsins gagn á meðan nýjar tölur Stígamóta sýna að þar sé helst vansældar að leita." Sem sagt, sprenglærðar konur haldast ekki inni á heimilunum - þetta vill jú sífellt vera að vinna fyrir sér - og þess vegna herða karlar róðurinn í kynferðisofbeldinu. Hefur okkur ekki hér opnast innsýn í heim hinnar fullkomnu dellu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í Viðskiptablaðinu eru konur jafn sjaldséðar og í vestmanneyskum veiðikofum. 4. mars birtist þó frétt í blaðinu af því að Ragna Sara Jónsdóttir hefði verið ráðin yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar undir fyrirsögninni: „Landsvirkjun mýkir upp". Í fréttinni er sagt að forveri hennar, Þorsteinn Hilmarsson, hafi verið látinn fara og blaðið hefur heimildir fyrir því að forstjóri Landsvirkjunar hafi viljað „mýkja upp" ímynd fyrirtækisins. Ekki veit ég hvað leið um huga ykkar þegar Þorsteini brá fyrir í fjölmiðlum en aldrei fannst mér nú samansúrraðri harðneskju beint stafa af honum. Fyrir ofan frétt Viðskiptablaðsins um ráðningu Rögnu Söru er sagt frá því að Þór Jónsson, fyrrum almannatengill í Kópavogi, sé orðinn blaðamaður á Pressunni. Og þar er mýktinni ekki fyrir að fara því fyrirsögnin er „Úr þægindum í atganginn". Samkvæmt fréttinni þykja almannatengilsstörf „þægileg og vinsæl" og nefnt sem dæmi að Sigríður Dögg Auðunsdóttir sinni slíkum störfum fyrir Mosfellsbæ. Ef kona er í brúnni hlýtur brúin að vera klædd plussi en kveiki karl á tölvu er hann umsvifalaust kominn í taumlausan hasar. Bæjarhátíðirnar hljóta auðvitað að rigga sér upp sjálfar. Þeir á Viðskiptablaðinu eru nú samt eitthvað að hugsa um jafnréttismál því í nýjasta tölublaðinu - og því fyrsta sem kemur út eftir 100 ára afmæli Alþjóðlegs baráttudags kvenna - skrifar Sigurður Már Jónsson ritstjóri grein sem hefst á því að hann bendir á hvað staða kvenna sé góð á Norðurlöndunum, þ.m.t. Íslandi. Síðan viðrar hann áhyggjur sínar af því að á meðan íslenskar konur fari í langskólanám „aukist bilið á milli þeirra og ómenntaðra kynsystra þeirra. Þær verði þá þolendur í samfélaginu á meðan betur menntaðar konur keppist við að snúa valdahlutföllunum sér í hag og séu óþreytandi við að minna karlmenn á að ekki sé nú allt fullkomið í heimi jafnréttis og kvennabaráttu." Sigurði er heldur ekki sama um lög um kynjakvóta í fyrirtækjum og segir þeim „ætlað að auðvelda sprenglærðum nútímakonum aðkomu að stjórnarherbergjum karlanna. Um leið má velta því fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan eins og hún birtist í þessum áherslum sé að gera heimilum landsins gagn á meðan nýjar tölur Stígamóta sýna að þar sé helst vansældar að leita." Sem sagt, sprenglærðar konur haldast ekki inni á heimilunum - þetta vill jú sífellt vera að vinna fyrir sér - og þess vegna herða karlar róðurinn í kynferðisofbeldinu. Hefur okkur ekki hér opnast innsýn í heim hinnar fullkomnu dellu?
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun