Umfjöllun: Tindastóll fór létt með Breiðablik í Smáranum Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. nóvember 2010 22:04 Mynd/Stefán Það var gleði í andlitum leikmanna Tindastóls eftir að þeir unnu fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Þeir lögðu Breiðablik 49-78 í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins og var sigurinn aldrei í hættu hjá gestunum frá Suðárkróki. Bæði lið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð og þá sér í lagi heimamenn í Breiðablik sem byggja lið sitt nær eingöngu á ungum og efnilegum leikmönnum. Liðið er e.t.v. of ungt til að geta staðið í liðum í efstu deild og það sást vel í kvöld. Tindastóll náði strax í upphafi góðri forystu og leiddi leikinn með 17 stigum í hálfleik, 21-38. Tilþrif fyrri hálfleiks átti þó hinn ungi Arnar Pétursson í liði Breiðabliks. Brotið var harkalega á honum er hann þeystist upp völlinn með þeim afleiðingum að hann féll í golfið. Arnar tók nokkra hringi á golfinu áður en hann endaði í sannkallaðri módelstellingu við mikla hrifningu áhorfenda sem höfðu gaman af. Síðari hálfleikur var í raun leikur kattarins að músinni. Blikar leyfðu ungum strákum að spreyta sig og sama má segja um Tindastól. Gestirnir léku góða vörn gegn ungum Blikum sem áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn. Friðrik Hreinsson hjá Tindastól var atkvæðamestur allra leikmanna og skoraði 16 stig. Helgi Rafn Viggósson skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Hjá Breiðablik skoraði Steinar Arason 12 stig og Aðalsteinn Pálsson skoraði 8 stig.Breiðblik-Tindastóll 49-78 (10-26, 11-12, 11-26, 17-14)Stig Breiðabliks: Steinar Arason 12, Aðalsteinn Pálsson 8, Ágúst Orrason 6, Arnar Pétursson 6, Atli Örn Gunnarsson 6, Hjalti Már Ólafsson 5, Nick Brady 3, Ívar Örn Hákonarson 3.Stig Tindastóls: Friðrik Hreinsson 16, Helgi Rafn Viggósson 11/13 fráköst, Sean Kingsley Cunningham 11, Þorbergur Ólafsson 10, Helgi Freyr Margeirsson 7, Dragoljub Kitanovic 7, Pálmi Geir Jónsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Halldór Halldórsson 2, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2, Einar Bjarni Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Það var gleði í andlitum leikmanna Tindastóls eftir að þeir unnu fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Þeir lögðu Breiðablik 49-78 í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins og var sigurinn aldrei í hættu hjá gestunum frá Suðárkróki. Bæði lið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð og þá sér í lagi heimamenn í Breiðablik sem byggja lið sitt nær eingöngu á ungum og efnilegum leikmönnum. Liðið er e.t.v. of ungt til að geta staðið í liðum í efstu deild og það sást vel í kvöld. Tindastóll náði strax í upphafi góðri forystu og leiddi leikinn með 17 stigum í hálfleik, 21-38. Tilþrif fyrri hálfleiks átti þó hinn ungi Arnar Pétursson í liði Breiðabliks. Brotið var harkalega á honum er hann þeystist upp völlinn með þeim afleiðingum að hann féll í golfið. Arnar tók nokkra hringi á golfinu áður en hann endaði í sannkallaðri módelstellingu við mikla hrifningu áhorfenda sem höfðu gaman af. Síðari hálfleikur var í raun leikur kattarins að músinni. Blikar leyfðu ungum strákum að spreyta sig og sama má segja um Tindastól. Gestirnir léku góða vörn gegn ungum Blikum sem áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn. Friðrik Hreinsson hjá Tindastól var atkvæðamestur allra leikmanna og skoraði 16 stig. Helgi Rafn Viggósson skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Hjá Breiðablik skoraði Steinar Arason 12 stig og Aðalsteinn Pálsson skoraði 8 stig.Breiðblik-Tindastóll 49-78 (10-26, 11-12, 11-26, 17-14)Stig Breiðabliks: Steinar Arason 12, Aðalsteinn Pálsson 8, Ágúst Orrason 6, Arnar Pétursson 6, Atli Örn Gunnarsson 6, Hjalti Már Ólafsson 5, Nick Brady 3, Ívar Örn Hákonarson 3.Stig Tindastóls: Friðrik Hreinsson 16, Helgi Rafn Viggósson 11/13 fráköst, Sean Kingsley Cunningham 11, Þorbergur Ólafsson 10, Helgi Freyr Margeirsson 7, Dragoljub Kitanovic 7, Pálmi Geir Jónsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Halldór Halldórsson 2, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2, Einar Bjarni Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira