ÍBV sýndi sannkallaða meistaratakta í gær er liðið sótti Fylki heim í Árbæinn. Eftir hálftíma leik var ÍBV manni færra og marki undir.
Þrátt fyrir þá erfiðu stöðu snéru Eyjamenn leiknum sér í hag og voru betri þann klukkutíma sem aðeins tíu leikmenn liðsins voru á vellinum.
Anton Brink Hansen, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði endurkomu Eyjamanna og afraksturinn má sjá í albúminu hér að neðan.