Umfjöllun: Markalaust hjá Íslandi og Mexíkó Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. mars 2010 23:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira