Golf

Ólafía áfram með forustu hjá konunum - Nína lék best í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR .
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR . Mynd/Stefán

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með þriggja högga forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Ólafía heldur því áfram sömu forustu og hún var með eftir fyrsta daginn.

Ólafía endaði hringinn á eina fugli sínum í dag og er nú á 10 höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í dag.

Nína Björk Geirsdóttir úr Kili í Mosfellsbæ lék best allra í dag eða á sex höggum yfir pari og komst fyrir vikið upp í þriðja sætið. Signý Arnórsdóttir úr Keili lék á sjö höggum yfir pari í dag og er í 4. sætinu ásamt Tinnu Jóhannsdóttur og Hildi Kristínu Þorvarðardóttur.

Íslandsmeistarinn, Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, átti ekki góðan dag og er átta höggum á eftir Ólafíu eftir að hafa leikið á tólf höggum yfir pari í dag. Valdís Þóra er í 7. sæti þegar mótið er hálfnað.

Staða efstu kvenna eftir annan dag á Íslandsmótinu í höggleik:

1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +10 (+8 í dag)

2. Berglind Björnsdóttir, GR +13 (+8)

3. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +14 (+6)

4. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +16 (+11) 

4. Signý Arnórsdóttir, GK +16 (+7)

4. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 (+9)

7. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +18 (+12)

8. Þórdís Geirsdóttir, GK +20 (+12)

9. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +21 (+11)

10. Helena Árnadóttir, GR +22 (+12)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×