Dómarar við Hæstarétt íhuga hæfi sitt 4. október 2010 18:54 Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu. Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu.
Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira