Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 18:45 Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira