Allt á kafi í grárri drullu 19. apríl 2010 06:00 Allt á kafi Þykkt öskulag lagðist yfir sveitir undir Eyjafjöllum á laugardag. Í gær fór að rofa til og þegar leið á daginn tók að rigna svo askan breyttist í svart forarsvað. Pétur Freyr Pétursson, bóndi í Núpakoti, segir öskuna sem betur fer ekki hafa smogið inn í húsin og ekkert ami að skepnunum. Fréttablaðið/ Stefán „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira