Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2010 22:32 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira