Handbolti

Atli Hilmars: Bjarni er markagráðugri en allir

Elvar Geir Magnússon í Digranesi skrifar
Atli Hilmarsson og lærisveinar í Akureyri fara vel af stað.
Atli Hilmarsson og lærisveinar í Akureyri fara vel af stað.
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var verulega ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrsta leik Íslandsmótsins. Þeir tóku HK-inga í kennslustund í Digranesinu.

„Það var smá skrekkur í okkur í byrjun og menn á hálfum hraða. Sá skrekkur fór fljótt úr okkur og við fengum þessi mörk úr hraðaupphlaupum sem hjálpa manni að komast inn í leikinn. Eftir það var ekki aftur snúið og er ánægjulegt hvernig liðið spilaði úr þessu."

„Við eigum fljóta hornamenn og við vorum að finna þá vel í dag. Eina sem ég er ósáttur við er að við fáum 29 mörk á okkur sem ég tel of mikið miðað við hvað við eigum að geta varnarlega. En þetta er fyrsti leikur og við erum ánægðir með að fara svona af stað."

Bjarni Fritzson skoraði alls fjórtán mörk fyrir Akureyri í leiknum úr sextan tilraunum. „Hann er náttúrulega markagráðugri en allir. Það er bara fínt," sagði Atli og brosti. „Hann er maður sem er í þessum klassa."

„Sveinbjörn var flottur í markinu og ungu strákarnir sýndu að þeir eru tilbúnir. Það er gott að nota svona leiki til að leyfa öllum að spila. Ég er með alla mína menn heila og vonandi helst það þannig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×