Handbolti

Þórir tæpur fyrir leikinn gegn Austurríki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson.

Þórir Ólafsson verður líklega ekki með íslenska landsliðinu gegn Austurríki í undankeppni EM 2012.

Þetta staðfesti Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í samtali við Vísi í kvöld.

„Hann tognaði á kálfa og þetta lítur ekki vel út. Við höfum verið að tjasla honum saman en við tökum æfingu í fyrramálið og þá kemur þetta betur í ljós," sagði Guðmundur.

Það er því útlit fyrir að Ísland missi báða hornamennina sem spiluðu lengst af gegn Lettum á miðvikudaginn - þá Þóri og Logi Ólafsson sem dró sig úr hópnum í gær vegna meiðsla.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Alexander Petersson verður með á morgun sem og Aron Pálmarsson sem lék lítið vegna veikinda á miðvikudaginn. Alexander misst af leiknum gegn Lettum en getur spilað með á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×