Redknapp tileinkar stuðningsmönnum árangurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2010 22:56 Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 6-3 samanlagðan sigur á Young Boys frá Sviss. Tottenham vann síðari leik liðanna í kvöld 4-0 á heimavelli þar sem að Peter Crouch skoraði þrennu. Harry Redknapp, stjóri liðsins, var vitanlega í skýjunum eftir sigurinn. Síðast þegar Tottenham lék í keppni þeirra bestu í Evrópu var tímabilið 1961-62 þegar að Tottenham tapaði fyrir Benfica í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. „Þetta var frábært kvöld fyrir Tottenham," sagði Redknapp. „Þegar ég var strákur kom ég hingað á æfingar og horfði á leikina gegn Benfica á þessum frábæra tíma. Það er frábært að Tottenham fái aftur að upplifa þá mögnuðu stemningu sem var á vellinum þá og þetta var fyrir stuðningsmennina gert." „Það eina sem ég vil núna er að koma mér heim og fá mér samloku með beikoni og heitt te. Það er allt og sumt sem ég vil," bætti hann við. Fyrir aðeins tveimur árum var Tottenham í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en þá tók Redknapp við og gjörbreytti gengi liðsins. „Ég vissi að þetta væri hægt. Tottenham er félag sem hafði ekki staðið undir væntingum í langan tíma. Enda gerði ég ekki miklar breytingar á leikmannahópnum. Leikmenn þurftu bara að öðlast smá sjálfstraust og ef til vill þurftu sumir að breyta hugarfarinu. Þeir brugðust vel við þessum breytingum og hingað erum við komnir." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 6-3 samanlagðan sigur á Young Boys frá Sviss. Tottenham vann síðari leik liðanna í kvöld 4-0 á heimavelli þar sem að Peter Crouch skoraði þrennu. Harry Redknapp, stjóri liðsins, var vitanlega í skýjunum eftir sigurinn. Síðast þegar Tottenham lék í keppni þeirra bestu í Evrópu var tímabilið 1961-62 þegar að Tottenham tapaði fyrir Benfica í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. „Þetta var frábært kvöld fyrir Tottenham," sagði Redknapp. „Þegar ég var strákur kom ég hingað á æfingar og horfði á leikina gegn Benfica á þessum frábæra tíma. Það er frábært að Tottenham fái aftur að upplifa þá mögnuðu stemningu sem var á vellinum þá og þetta var fyrir stuðningsmennina gert." „Það eina sem ég vil núna er að koma mér heim og fá mér samloku með beikoni og heitt te. Það er allt og sumt sem ég vil," bætti hann við. Fyrir aðeins tveimur árum var Tottenham í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en þá tók Redknapp við og gjörbreytti gengi liðsins. „Ég vissi að þetta væri hægt. Tottenham er félag sem hafði ekki staðið undir væntingum í langan tíma. Enda gerði ég ekki miklar breytingar á leikmannahópnum. Leikmenn þurftu bara að öðlast smá sjálfstraust og ef til vill þurftu sumir að breyta hugarfarinu. Þeir brugðust vel við þessum breytingum og hingað erum við komnir."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira