Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 16. febrúar 2010 16:16 Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira