Fótbolti

Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum

Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar
Byrjunarlið Íslands gegn Ítalíu í gær.
Byrjunarlið Íslands gegn Ítalíu í gær. Mynd/KSÍ
Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað stúlkum sautján ára og yngri, vann í gær sigur á Ítalíu í undankeppni EM, 5-1.

Þar með vann Ísland sinn riðill sem fór fram í Búlgaríu. Ísland hafði mikla yfirburði í riðlinum en sigurinn í gær var sá minnsti af þeim þremur sem Ísland vann.

Íslensku stúlkurnar byrjuðu á því að vinna Litháen, 14-0, áður en þær völtuðu yfir heimamenn, 10-0.

Samtals skoraði því íslenska liðið 29 mörk en fékk aðeins á sig eitt.

Næst tekur Ísland þátt í milliriðlakeppni sem fer fram næsta vor. Þá ræðst hvort liðið kemst í sjálfa úrslitakeppnina.

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði fernu fyrir Ísland í gær og Telma Þrastardóttir eitt. Alls skorði Aldís Kara níu mörk fyrir Ísland í Búlgaríu en næst kom Guðmunda Brynja Óladóttir með sex.

Telma skoraði fjögur mörk, Hildur Antonsdóttir þrjú, Glódís Perla Viggósdóttir tvö og fimm leikmenn skoruðu eitt mark hver.

Á Facebook-síðu KSÍ má sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn liðsins, auk annars efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×