Afskrifar sex milljarða vegna lána til stjórnenda Atorku Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. ágúst 2010 18:30 Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna. Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna.
Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06
Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05
Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09