Leik Hamars og KFÍ í Iceland Express-deild karla sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Ástæðan er að ekki er flogið til Ísafjarðar í dag.
Liðin eru bæði að spila um helgina, Hamar á sunnudaginn og KFÍ á mánudaginn þannig að leikurinn verður ekki spilaður fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku.
Nýr leiktími á leik Hamars og KFÍ er fimmtudagurinn 18. nóvember kl. 19.15.