Solbakken: Þetta var bara lélegur norskur húmor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2010 15:15 Ståle Solbakken og Pep Guardiola eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira