Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. maí 2010 18:09 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Fréttablaðið Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -) Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -)
Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira